Firmino með þrennu í stórsigri Liverpool

Mo Salah lætur vaða í dag.
Mo Salah lætur vaða í dag. Ljósmynd/Liverpool

Liverpool átti ekki í nokkrum vandræðum með að vinna 5:0-útisigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liverpool byrjaði af miklum krafti og Sadio Mané skoraði fyrsta markið eftir glæsilega sendingu frá Mo Salah. Liverpool hélt áfram að sækja án afláts og Roberto Firmino bætti við öðru marki á 37. mínútu eftir sendingu frá James Milner og var staðan í hálfleik 2:0.

Firmino var ekki hættur því hann skoraði sitt annað mark af stuttu færi á 52. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Salah stórkostlegt mark er hann lék á nokkra leikmenn Watford inn í teignum með glæsilegri gabbhreyfingu og skoraði.

Fátt gerðist þar til í blálokin er Firmino skoraði sitt þriðja mark eftir sendingu frá Neco Williams og þar við sat. Liverpool fór með sigrinum upp í 18 stig og í toppsætið, í bili hið minnsta.

Watford 0:5 Liverpool opna loka
90. mín. Roberto Firmino (Liverpool) skorar 0:5 - Þrenna! Moss bætti bara einni mínútu við, þar sem hann vorkenndi leikmönnum Watford. Auðvitað skorar Liverpool á þessari einu mínútu. Firmino réttur maður á réttum stað og skorar af stuttu færi á fjær.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka