Fóru illa með dauðafæri (myndskeið)

Norwich og Brighton skiptu með sér stigunum er þau mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Norwich í dag en lokatölur urðu 0:0.

Josh Sargent, bandaríski framherji Norwich, fékk nokkur afar góð færi til að skora á meðan Neal Maupay var áberandi í framlínu Brighton. Þeim tókst hinsvegar ekki að skora sigurmarkið.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka