Glæsilegt sigurmark Chelsea (myndskeið)

Ben Chilwell skoraði sigurmark Chelsea í 1:0-útisigri á nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Chilwell skoraði markið með þrumufleyg á lofti eftir undirbúning hjá Romelu Lukaku. Chelsea þurfti heldur betur að hafa fyrir sigrinum því Brentford fékk mun fleiri færi en Edouard Mendy í marki Chelsea átti stórleik.

Sigurmarkið og vörslurnar hjá Mendy má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka