Leicester skellti United - Þægilegt hjá meisturunum

Youri Tielemans fagnar frábæru jöfnunarmarki sínu gegn Manchester United.
Youri Tielemans fagnar frábæru jöfnunarmarki sínu gegn Manchester United. AFP

Leicester vann 4:2-sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og batt þar með enda á ótrúlegt gengi United á útivöllum en liðið hafði spilað 29 slíka í röð án þess að tapa. Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 2:0-heimasigur gegn Burnley og Wolves sneri við taflinu gegn Aston Villa í ótrúlegum leik.

Mason Greenwood kom United í forystu á King Power vellinum með glæsilegu marki af löngu færi áður en Youri Tielemans svaraði í sömu mynt, vippaði boltanum lagleg í markið utan teigs. Heimamenn tóku svo forystuna á 78. mínútu þegar varnarmaðurinn Caglar Soyuncu skoraði í kjölfar hornspyrnu.

Marcus Rashford, í sínum fyrsta leik á tímabilinu eftir meiðsli, jafnaði metin fyrir United á 82. mínútu en gestirnir voru ekki lengi í paradís. Heimamenn endurheimtu forystuna tæpri mínútu síðar, Jamie Vardy skoraði af stuttu færi, áður en Patson Daka innsiglaði sigur Leicester í uppbótartíma.

Mörk frá Bernardo Silva og Kevin de Bruyne, sitthvorumegin við hálfleikinn, dugðu Manchester City á heimavelli sem vann 2:0-sigur á Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá gestunum á 72. mínútu. City er í 2. sæti eftir átta leiki með 17 stig, stigi á eftir toppliði Liverpool.

Þá var mikil dramatík á Villa Park þar sem heimamen í Aston Villa komust í 2:0-forystu og héldu henni fram á 80. mínútu gegn Wolves. Romain Saiss minnkaði þá muninn fyrir gestina áður en Conor Coady jafnaði metin á 85. mínútu. Rúben Neves skoraði svo ótrúlegt sigurmark á fimmtu mínútu uppbótartímans, skaut úr aukaspyrnu og boltinn fór af varnarmanni og lak þaðan í netið.

Úrslitin: 

Aston Villa - Wolves 2:3
(Ings 48., McGinn 68. - Saiss 81., Coady 85., Neves 90.)

Leicester - Manchester United 4:2
(Greenwood 19., Rashford 82. - Tielemans 31., Soyuncu 78., Vardy 83., Daka 90.)

Manchester City - Burnley 2:0
(Silva 12., De Bruyne 70.)

Norwich - Brighton 0:0

Southampton - Leeds 1:0
(Broja 53.)

Bernardo Silva fagnar marki sínu á Etihad-leikvanginum í dag. Fyrsta …
Bernardo Silva fagnar marki sínu á Etihad-leikvanginum í dag. Fyrsta markið í leikjunum fimm sem hófust klukkan 14. AFP
Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 16:02 Leik lokið Aston Villa - Wolves 2:3 Leicester - Manchester United 4:2 Manchester City - Burnley 2:0 Norwich - Brighton 0:0 Southampton - Leeds 1:0
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka