Brasilíski framherjinn Roberto Firmino skoraði þrennu fyrir Liverpool þegar liðið vann afar öruggan 5:0 stórsigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.
Mörkin þrjú sem Firmino skoraði í dag voru sæmandi fremsta manni sem leikur í treyju númer níu, enda öll af mjög stuttu færi þar sem hann var réttur maður á réttum stað.
Þrátt fyrir þrennu Firminos var það Egyptinn Mohamed Salah sem stal senunni með magnaðri stoðsendingu í fyrsta marki leiksins þegar Sadio Mané skoraði og svo stórkostlegu einstaklingsframtaki í fjórða markinu.
Mörkin fimm má sjá í spilaranum hér að ofan.