Salah með eitt af mörkum ársins (myndskeið)

Mo Salah skoraði fjórða mark Liverpool gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan einmitt 4:0 og 20 mínútur eftir.

Markið hjá Salah var stórkostlegt en hann lék á nokkra varnarmenn með magnaðri gabbhreyfingu og skoraði með stórkostlegu einstaklingsframtaki.

Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka