Tilþrifin: Silva og De Bruyne sáu um Burnley

Miðjumennirnir Bernardo Silva og Kevin De Bruyne voru á skotskónum fyrir Englandsmeistara Manchester City þegar liðið vann þægilegan 2:0 sigur gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Silva skoraði af stuttu færi snemma leiks áður en De Bruyne innsiglaði sigurinn á 70. mínútu með þrumuskoti í bláhornið eftir að Ashley Westwood, miðjumanni Burnley, tókst ekki að hreinsa frá.

Mörkin tvö og helstu tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka