Eiður kemur Jadon Sancho til varnar

Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson ræddu við Tómas Þór Þórðarson um Jadon Sancho, sóknarmann Manchester United, í þættinum Vellinum á Símanum Sport í dag.

Sancho var keyptur til United frá Dortmund fyrir mikla peninga í sumar en hefur átt erfitt uppdráttar í Manchester það sem af er tímabilinu. Eiður Smári telur þó ekki hægt að skella skuldinni allri á unga strákinn en viðræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka