Búið er að stöðva leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á meðan bráðaliðar hlúa að áhorfanda sem hneig niður í stúkunni.
Tottenham var 2:1-yfir eftir 40. mínútna leik þegar Sergio Reguilon, leikmaður gestanna, vakti athygli dómarans Andre Marriner á því að eitthvað hefði skeð í stúkunni, nálægt hliðarlínu vallarins.
Í kjölfarið tóku læknar beggja liða á rás upp í stúku og skömmu síðar ákvað Marriner að senda leikmenn inn til búningsklefa. Eric Dier, leikmaður Tottenham, sást gefa varamannabekk sínum merki um að þeir þyrftu að hafa með sér hjartastuðtæki sem gefur vísbendingu um alvarleika málsins en ekki er þó vitað með vissu hvað hefur skeð.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að flauta leikinn af en fréttin verður uppfærð þegar fréttir berast frá St. James Park.
Uppfært kl. 16:33: Leikmenn hafa snúið aftur inn á völlinn og leikurinn er að hefjast á ný. Í tilkynningu frá Newcastle segir að líðan stuðningsmannsins sem hneig niður sé stöðu og að hann verði fluttur á næsta sjúkrahús.
The supporter who was in need of urgent medical assistance has been stabilised and is on their way to hospital.
— Newcastle United FC (@NUFC) October 17, 2021
Our thoughts are with them. 🖤🤍