Pogba: Höfum spilað illa í langan tíma

Paul Pogba með boltann í gær.
Paul Pogba með boltann í gær. AFP

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 2:4-tap liðsins gegn Leicester City á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

United hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum í deildinni og átt erfitt uppdráttar í mörgum leikjum það sem af er tímabilsins.

„Við höfum spilað illa í langan tíma og ekki náð að laga vandamálið. Við verðum að vinna svona leiki ef við ætlum okkur að verða enskir meistarar, Við verðum að vera þroskaðri og spila okkar fótbolta,“ sagði Pogba við BBC eftir leik.

Hann viðurkenndi að United hafi átt skilið að tapa í gær. „Við verðum að finna lausnir því við áttum skilið að tapa. Það verður eitthvað að breytast,“ sagði Frakkinn enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka