Sterkur útisigur West Ham í Liverpool

Leikmenn West Ham fagna sigurmarkinu í dag.
Leikmenn West Ham fagna sigurmarkinu í dag. AFP

West Ham vann í dag 1:0-útisigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ítalski varnarmaðurinn Angelo Ogbonna skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu frá Jarrod Bowen á 74. mínútu.

Sigurinn var verðskuldaður því West Ham var sterkari aðilinn allan leikinn og hefðu mörkin getað orðið fleiri. Everton skapaði sér lítið sem ekki neitt og Lukasz Fabianski í marki West Ham hafði lítið að gera á meðan kollegi hans í marki Everton, Jordan Pickford, þurfti nokkrum sinnum að verja vel.

Liðin eru bæði með 14 stig eftir átta leiki, eins og Manchester United í 5.-7. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka