Knattspyrnustjórinn David Moyes sá lærisveina sína í West Ham vinna 1:0-sigur gegn gamla liði hans Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Ítalski varnarmaðurinn Angelo Ogbonna skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu frá Jarrod Bowen á 74. mínútu en það má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.