Óttast að lykilmaður Everton verði lengi frá

Abdoulaye Doucouré í baráttu við Tomás Soucek um helgina.
Abdoulaye Doucouré í baráttu við Tomás Soucek um helgina. AFP

Abdoulaye Doucouré, miðjumaðurinn öflugi í herbúðum enska knattspyrnufélagsins Everton, varð fyrir því óláni að fótbrotna í leik liðsins gegn West Ham United um liðna helgi.

Doucouré ristarbrotnaði og því óttast forráðamenn Everton að Doucouré verði lengi frá.

Hann hefur farið afskaplega vel af stað á tímabilinu þar sem hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur fjögur í átta deildarleikjum með Everton.

Talsverð meiðsli herja nú á leikmenn Everton en sóknarmennirnir Dominic Calvert-Lewin og Richarlison hafa verið frá að undanförnu, en búist er við því að Calvert-Lewin fari að nálgast endurkomu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka