Allan Saint-Maximin, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Newcastle United, hefur sent Steve Bruce, fráfarandi knattspyrnustjóra félagsins, hjartnæma kveðju.
Saint-Maximin var á meðal fyrstu leikmanna sem Bruce keypti til félagsins eftir að hann var ráðinn stjóri Skjóranna í júlí árið 2019.
Bruce hefur því verið stjóri hins 24. ára gamla Saint-Maximin allan feril hans í ensku úrvalsdeildinni, en því samstarfi lauk í dag þegar Bruce lét af störfum.
Þakklæti er Saint-Maximin efst í huga.
„Þú ert án nokkurs vafa ein ljúfasta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst innan knattspyrnuheimsins. Þú hefur alltaf staðið við það sem þú segir, ert umhyggjusamur og sanngjarn maður sem hikaði aldrei við að vernda okkur.
Ég mun aldrei gleyma því hvernig þú meðhöndlaðir mig, fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Það hefur verið heiður og forréttindi að hafa þig sem þjálfara, takk Steve,“ skrifaði Saint-Maximin á twitteraðgangi sínum í dag.
It has been an honour and a privilege to have you as a coach, thank you Steve 🤝❤ pic.twitter.com/9zZm46hC48
— Allan Saint-Maximin (@asaintmaximin) October 20, 2021