Chelsea varð fyrir skakkaföllum í Meistaradeildinni í kvöld en tveir sóknarmenn liðsins þurftu að fara af velli gegn Malmö í London.
Lasse Nielsen braut á Belganum Romelu Lukaku sem virtist meiðast á ökkla og haltraði af velli.
Þjóðverjinn Timo Werner meiddist fyrir hlé og líklega aftan í læri.