Yfirtaka sádiarabísks fjárfestahóps á Newcastle United hefur vísast ekki farið fram hjá nokkrum manni. Í gær tók Steve Bruce pokann sinn eftir rúm tvö ár sem knattspyrnustjóri.
Þar með hefur fyrsta fórnarlamb nýrra eigenda litið dagsins ljós, en fjárfestahópurinn er stórhuga og vill að Newcastle verði að næsta Manchester City. Þjálfari eins og Bruce, sem er af gamla skólanum, passar ekki nægilega vel inn í þá framtíðarsýn.
Eftir að fjárfestar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum eignuðust City sumarið 2008 lét árangurinn ekki á sér standa. Fyrr um vorið lenti liðið í 9. sæti. Ári síðar náði liðið 5. sæti og tímabilið eftir það, eftir að Roberto Mancini hafði tekið við stjórnartaumunum, náðist 3. sætið.
Bakvörð Gunnars í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.