West Ham með fullt hús stiga

Issa Diop fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Issa Diop fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

West Ham vann öruggan sigur gegn Genk í H-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í London í kvöld.

Leiknum lauk með 3:0-sigri West Ham en Craig Dawson kom West Ham yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Issa Diop og Jarrod Bowen bætti svo við sitt hvoru markinu í síðari hálfleik og þar við sat.

West Ham er með 9 stig eða fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins en Dinamo Zagreb kemur þar á eftir með 3 stig, líkt og Rapid Vín og Genk sem eru einnig með 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert