Jones stýrir Newcastle til bráðabirgða

Stuðningsmenn Newcastle United hafa margir tekið eigendaskiptunum vel.
Stuðningsmenn Newcastle United hafa margir tekið eigendaskiptunum vel. AFP

Graeme Jones mun stýra Newcastle United í næstu tveimur leikjum liðsins. 

Jones var aðstoðarmaður Steve Bruce í knattspyrnustjóratíð Bruce en Steve Bruce hefur yfirgefið félagið í kjölfar eigendaskipta. 

Sem stendur er talið líklegast að Paulo Fonseca taki við Newcastle en hann hefur verið í viðræðum við félagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert