McCarthy rekinn frá Cardiff

Mick McCarthy
Mick McCarthy Ljósmynd/AFP

Velska félagið Cardiff hefur rekið knattspyrnustjórann sinn, Mick McCarthy, eftir átta tapleiki í röð.

McCarthy tók við liðinu til bráðabirgða í janúar á þessu ári en eftir góða byrjun þar sem liðið spilaði m.a. 11 án þess að tapa, skrifaði hann undir tveggja ára samning í mars.

Á þessu tímabili hefur gengið þó verið skelfilegt en Cardiff situr í 21. sæti ensku B-deildarinnar með einungis 11 stig úr 14 leikjum. Þá hefur liðið tapað átta leikjum í röð og ekki skorað mark síðan 25. september, þegar Sean Morrison skoraði í 5:1 tapi gegn Blackburn. 

McCarthy, sem hefur meðal annars þjálfað írska landsliðið í tvígang, er líklega þekktastur fyrir það að hafa stýrt bæði Sunderland og Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert