Manchester City sigraði Brighton örugglega 4:1 á Amex vellinum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu seinni partinn í dag.
Ilkay Gündogan kom gestunum yfir á 13. mínútu áður en Phil Foden bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik.
Alexis Mac Allister minnkaði muninn fyrir heimamenn úr vítaspyrnu á 81. mínútu en það var svo Ryiad Mahrez sem kláraði dæmið fyrir City þegar hann skoraði fjórða mark þeirra á fimmtu mínútu uppbótartíma.
Leikur Brighton og Manchester City var sýndur beint á Síminn Sport.