Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Ipswich Town og Charlton Athletic í ensku úrvalsdeildinni, segir ríginn á milli Manchester United og Liverpool ekki eiga sér neinn líka á Englandi.
„Þau eiga bæði nágranna sem eru nær þeim, Liverpool á Everton og Manchester United á Manchester City, en þegar keppnistímabilið hefst er þetta viðureignin sem þau vilja vinna.“
Holland fer nánar yfir þann gífurlega ríg sem ríkir á milli liðanna í spilaranum hér að ofan.
Man United og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford klukkan 15.30 á morgun. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun hálftíma fyrr.