Stórt augnablik fyrir mig

Mason Mount gengur af velli með boltann í dag.
Mason Mount gengur af velli með boltann í dag. AFP

„Ég setti pressa á sjálfan mig fyrir leik að skora,“ sagði Mason Mount, sóknarmaður Chelsea, í samtali við BT Sport etir 7:0-sigur Chelsea gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í dag.

Mount gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum en hann hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea á tímabilinu.

„Þetta var stórt augnablik fyrir mig og minn feril og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Mount.

„Ég er búinn að vera koma mér í færi á tímabilinu en mörkin hafa látið á sér standa. Ég var heppinn í dag en þetta snýst ekki um mig heldur liðið. Við ætluðum okkur að byrja af krafti og það tókst.

Það stigu aðrir leikmenn upp í fjarveru lykilmanna og við héldum áfram allan leikinn sem ég er mjög ánægður með. Það er alltaf gaman að skora, hvað þá þrjú mörk á Stamford Bridge, mínum heimavelli,“ bætti Mount við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert