Ég veit hvað er undir í þessari viðureign

Paul Ince, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, er einn af fáum leikmönnum sem hefur spilað fyrir bæði lið í deildinni.

Hann kveðst því vita fullvel hvaða þýðingu viðureignin hefur fyrir bæði lið.

Í myndskeiðinu hér að ofan rýnir hann í bæði lið þar sem hann skoðar vandlega vörn, miðju og sókn liðanna.

Man United og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford klukkan 15.30 í dag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun hálftíma fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert