Bjarni Þór Viðarsson Margrét Lára Viðarsdóttir fengu Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmann Manchester United í spjall fyrir leik Manchester United og Liverpool sem stendur nú yfir á Old Trafford.
„Þó að þeir séu á Old Trafford eru Liverpool sigurstranglegri, allir vita það. Þeir eru frábært lið en United eru hættulegir,“ sagði Hargreaves meðal annars við Bjarna og Margréti.
Spjallið við Hargreaves fyrir leik má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Staðan þegar þetta er ritað er 2:0 fyrir Liverpool eftir mörk frá Naby Keita og Diogo Jota.
Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.