„Held því miður að þetta sé búið“

Staða Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóra enska liðsins Manchester United var til umræðu í Vellinum í dag. Þeir Tómas Þór Þórðarson, Gylfi Einarsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræddu hvort Solskjær yrði látinn fara eða ekki.

Gylfi segist ekki hafa trú á því að Ole Gunnar verði áfram stjóri United eftir þetta tap.

„Ég held hann lifi þetta ekki af. Ég held að það hafi verið of stór biti að tapa 5:0 fyrir Liverpool í dag.“

Í þættinu var sýnt myndbrot af stuðningsmönnum United að labba í burt frá Old Trafford á 65. mínútu leiksins.

„Þetta segir svolítið mikið. Fólk er að fara þegar það eru 25 mínútur eftir. Ole er búinn að gera fína hluti þarna, maður hélt hann væri á réttri leið með liðið eftir fínt tímabil í fyrra en þeir virðast ráðalausir í ár.“

Eiður Smári tók í sama streng og Gylfi.

„Ég held því miður að þetta sé bara búið. Eins ljúfur og góður náungi Ole Gunnar Solskjær er, þá var þetta bara of stór biti eins og Gylfi sagði.“

Leikur Manchester United og Liverpool var sýndur beint á Síminn Sport.

Heldur Solskjær starfinu?
Heldur Solskjær starfinu? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert