Hentar United betur að mæta Liverpool

Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Ipswich Town og Charlton Athletic í ensku úrvalsdeildinni, segir að takist Manchester United að spila betur á heimavelli gegn liðum sem sitja djúpt séu þeim allir vegir færir.

Að því leyti telur hann að það muni henta United betur að spila gegn liði eins og Liverpool, sem sæki ávallt ákaft og skilji þar með eftir pláss fyrir aftan vörnina sem United getur nýtt sér í skyndisóknum.

Vangaveltur Hollands um heimavallarform United má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Man United og Li­verpool mæt­ast í ensku úr­vals­deild­inni á Old Trafford klukk­an 15.30 í dag. Leik­ur­inn verður sýnd­ur í beinni út­send­ingu á Sím­an­um Sport og hefst upp­hit­un hálf­tíma fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert