Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Ipswich Town og Charlton Athletic í ensku úrvalsdeildinni, telur að Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, hafi aldrei verið betri en um þessar mundir.
„Ég sá fyrsta leikinn úti gegn Norwich og ég hugsaði með mér: „Hann er í gírnum. Hann er klár í þetta tímabil.“ Getustigið sem hann er að sýna núna er það besta sem við höfum séð af honum,“ segir Holland.
Í myndskeiðinu hér að ofan ræðir hann nánar um Salah og einnig um endurkomu Cristiano Ronaldos til Manchester United.
Man United og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford klukkan 15.30 í dag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun hálftíma fyrr.