Salah skorað í 10 leikjum í röð

Salah skoraði þrennu í dag og fékk að eiga boltann.
Salah skoraði þrennu í dag og fékk að eiga boltann. AFP

Egyptinn Mohamed Salah fór á kostum fyrir lið sitt, Liverpool, í 5:0 sigri á erkifjendum sínum í Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Salah lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Naby Keita og skoraði svo síðustu þrjú mörk liðsins sjálfur. Hann hefur nú skorað í síðustu tíu leikjum sem hann hefur spilað fyrir Liverpool í öllum keppnum.

Salah er einnig fyrsti leikmaður Liverpool til að skora þrennu gegn Manchester United á Old Trafford síðan árið 1936 þegar Fred Howe gerði slíkt hið sama. Hann er einnig fyrsti leikmaðurinn frá stofnun úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu sem andstæðingur á Old Trafford.

Þrenna Salah í dag þýðir að hann er nú kominn með 10 mörk í deildinni á þessu tímabili og er markahæstur. Næstur er Jamie Vardy leikmaður Leicester City með sjö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert