„Þeir þurfa að endursemja við hann“

Mohamed Salah og samingamál hans við Liverpool voru til umræðu í Vellinum í dag. Samningaviðræðurnar hafa ekki gengið upp ennþá en talið er að launakröfur Salah séu hærri en félagið er tilbúið að borga. Tómas Þór Þórðarson, Gylfi Einarsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræddu þetta í þætti dagsins.

Eiður Smári segir að félagið geti ekki neitað Salah um samning þegar hann spilar svona vel.

„Tölfræðin sem hann er að sýna er bara ótrúleg. Hann er hugsanlega sá besti í heiminum í dag. Þá er rosalega erfitt sem eigandi að segja: nei við erum ekki alveg tilbúnir að endursemja.“

Gylfi tekur undir með Eiði.

„Hann er bara búinn að vinna fyrir þessum samningi og er ekkert að fara að slaka á. Fyrir utan það að markaðslega séð hafa þeir ekki efni á því að missa Mo Salah, hann er það vinsæll þarna.“

„Þetta eru náttúrlega sturlaðar upphæðir sem við erum að tala um hérna en þannig er bara fótboltinn í dag. Hvort hann eigi þetta skilið? Við getum rætt það í marga klukkutíma en þetta bara staðan og þeir þurfa að endursemja við hann,“ bætti Eiður við.

Umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.

Leikur Manchester United og Liverpool var í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Salah fagnar þriðja marki sínu í dag.
Salah fagnar þriðja marki sínu í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert