Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru í beinni útsendingu á Síminn Sport frá Old Trafford í kringum stórleik Manchester United og Liverpool í dag. Leiknum lauk með stórsigri gestanna frá Bítlaborginni, 5:0.
Margrét Lára talaði um stöðu Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United, ásamt forminu sem Liverpool hefur verið í undanfarið.
„Þetta er erfið staða sem Ole Gunnar Solskjær er kominn í. Þetta eru þungir dagar og ég held að staðan hans sé orðin erfið. Hann virtist vera nokkuð jákvæður með framhaldið og sagði að það væri nýr dagur á morgun, þeir þyrftu bara að bretta upp ermar og taka höndum saman.“
„Það er eitthvað stórkostlegt að gerast þar. Við komum inn á það í upphituninni að þetta er besti knattspyrnumaður í heimi í dag. Ég held það sé ekki hægt að segja neitt annað. Hann er bara stórkostlegur.“
„Fyrir mitt leiti er þetta lið að fara að vinna ensku deildina. Þeir eru bara ógnvænlegir, við sjáum það að þeir eru búnir að skora tíu mörk í síðustu tveimur leikjum. Þeir eru bara á eldi og með Salah í þessu formi, sé ég ekki hvaða lið á Englandi á að stoppa Liverpool.“
Umræðuna í heild sinni má sjá hér að ofan.
Leikur Manchester United og Liverpool var sýndur beint á Síminn Sport.