Miðjumennirnir Youri Tielemans og James Maddison skoruðu mörk Leicester City þegar liðið vann góðan 2:1 útisigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeidlinni í dag.
Tielemans kom Leicester yfir með stórkostlegu skoti, eitthvað sem hann leggur í vana sinn enda skoraði hann ekki síðra mark um síðustu helgi gegn Manchester United.
Mathias Zanka Jörgensen jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu áður en James Maddison skoraði sigurmarkið eftir laglega skyndisókn.
Helstu færin og öll þrjú mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.