Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var til viðtals hjá Sky Sports eftir 5:0 tap gegn Liverpool á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
„Fyrst og fremst vil ég biðja stuðningsmenn afsökunar. Þetta er langt frá því að vera boðlegt fyrir þetta félag. Við erum allir mjög vonsviknir.“
„Við vorum of opnir í fyrri hálfleik. Ég ætla ekki að vera að greina leikinn hérna en við gáfum of mörg færi á okkur og þeir refsuðu grimmilega. Við fengum okkar færi líka en fyrst og fremst er ekki í lagi að fá á sig fjögur mörk í einum hálfleik, sérstaklega á Old Trafford.“
„Sem leikmaður verður maður að líta inn á við, bæði á einstaklingsframmistöðu og sem lið. Ég er fyrirliði liðsins og við verðum að standa saman. Það þýðir ekkert að kenna öðrum um, við verðum að horfa á okkur sjálfa og hvorn annan.“
„Það er alltaf vont að tapa gegn Liverpool. Að vera 4:0 undir í hálfleik fyrir framan okkar eigin áhorfendur svíður sérstaklega mikið.“