„Vorum ekki upp á okkar besta“

Luke Shaw, varnarmaður Manchester United var til viðtals hjá Bjarna Þór Viðarssyni á Síminn Sport eftir 5:0 tap gegn Liverpool á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

„Ég veit ekki hvað gerðist. Leikir geta breyst á einu augnabliki. Við fengum dauðafæri í byrjun og ég held að ef við hefðum skorað úr því hefði þetta orðið allt annar leikur. Þetta var gott færi og á einhverjum öðrum degi hefðum við skorað úr því.“

„Við vitum að við þurfum að bæta okkur varnarlega. Sem lið þurfum við að halda betra skipulagi og vera ákveðnari. Sem einstaklingar vorum við ekki upp á okkar besta og ég sjálfur er engin undantekning. Ég þarf að líta inn á við og sjá hvað fór úrskeiðis.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Leikur Manchester United og Liverpool var í beinni útsendingu á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert