Sögulegt afrek Salah á Old Trafford

Mohamed Salah fór á kostum á Old Trafford í gær.
Mohamed Salah fór á kostum á Old Trafford í gær. AFP

Mohammed Salah, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, skoraði þrennu í gær þegar Liverpool vann 5:0-stórsigur gegn Manchester United í ensku úrvaldeildinni á Old Trafford í Manchester.

Salah átti sannkallaðan stórleik á Old Trafford en hann lagði einnig upp fyrsta mark leiksins fyrir Naby Keita strax á 5. mínútu.

Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk í fyrstu níu umferðunum en Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig, stigi minna en topplið Chelsea.

Þá er Egyptinn fyrsti andstæðingur United til þess að skora þrennu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford en deildin var stofnuð í núverandi mynd árið 1992.

Þá hafði enginn mótherji skorað þrennu í keppnisleik á Old Trafford síðan hinn brasilíski Ronaldo gerði það í Meistaradeildinni með Real Madrid árið 2003, fyrir átján árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert