Áfall fyrir United

Paul Pogba fékk að líta rauða spjaldið gegn Liverpool.
Paul Pogba fékk að líta rauða spjaldið gegn Liverpool. AFP

Paul Pogba, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni. 

Pogba fékk að líta beint rautt spjald í 0:5-tapi United gegn Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór á Old Trafford í Manchester um síðustu helgi.

Franski miðjumaðurinn fór þá í ljóta tveggja fóta tæklingu á Naby Keita sem var borinn af velli an Anthony Taylor, dómari leiksins, gaf Pogba fyrsta gula spjaldið fyrir brotið.

Eftir að hafa horft aftur á það ákvað hann hins vegar að draga gula spjaldið til baka og sýndi Pogba það rauða í staðinn.

Pogba missir því af leikjum United gegn Tottenham, Manchester City og Watford og gæti hann hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Ole Gunnar Solskjær sem þykir afar valtur í sessi þessa dagana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert