„Manchester United er lið án liðsheildar,“ sagði Micah Richards, fyrrverandi leikmaður Manchester City og sparkspekingur hjá Sky Sports, eftir 0:5-tap United gegn Liverpool á sunnudaginn síðasta í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Manchester.
Allra augu beinast að Manchester United þessa dagan en liðið er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og hefur tapað þremur þeirra.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, þykir afar valtur í sessi, en hann fær tækifæri til þess að snúa gengi liðsins við þegar United heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.
„Þetta er lið fullt af einstaklingum þar sem allir vilja vera stjarnan í liðinu,“ sagði Richards.
„Það virðast ekki vera margir leikmenn þarna sem eru tilbúnir að elta mótherjana og berjast fyrir liðið.
Ronaldo er keyptur og hvað svo? Þú ert með leikmenn þarna inn á eins og hann, Fernandes, Pogba, Rashford og Greenwood og jafnvægið í liðinu er nákvæmlega ekkert.
Solskjær talaði um að spila sóknarbolta en það gengur bara ekki upp gegn liði eins og Liverpool sem dæmi og það sást mjög augljóslega um síðustu helgi,“ sagði Richards.