Knattspyrnustjórinn fyrrverandi Walter Smith er látinn, 73 ára aldri, en hann gerði garðinn frægan með Rangers, Everton og skoska landsliðinu.
Hann stýrði Rangers frá 1991 til ársins 1998 og svo aftur frá 2007 til ársins 2011 en liðið vann 21 bikar undir hans stjórn. Smith var næstsigursælasti stjóri í sögu skoska liðsins á eftir Bill Struth.
Smith stýrði einnig Everton frá 1998 til ársins 2002 og skoska landsliðinu frá 2004 til ársins 2007.
Hann hóf þjálfaraferil sinn 29 ára gamall en hann lék yfir 200 leiki fyrir Dundee United á árunum 1966 til ársins 1980. Hann lagði skóna snemma á hilluna vegna meiðsla.
Smith lætur eftir sig einkonu, börn og barnabörn að því er fram kemur í fréttatilkynningu Skotlandsmeistara Rangers.