Wayne Rooney, leikmaður Manchester United um árabil og núverandi knattspyrnustjóri Derby County, segir að leikmenn United verið að taka á sig ábyrgð og leggja harðar að sér fyrir félagið og knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær.
„Leikmennirnir verða að horfa í eigin barm. Það er of auðvelt að skella allri skuldinni á stjórann. Þetta eru heimsklassa leikmenn, landsliðsmenn sem þurfa að gefa meira af sér. Þeir eiga að finna sjálfir fyrir því þegar liðið tapar hversu sárt það er. Ég horfi upp á alltof marga leikmenn í liðinu sem vilja ekki hlaupa til baka, vilja ekki verjast og eru ekki tilbúnir til að fórna öllu fyrir félagið, og það er ekki ásættanlegt," sagði Rooney við Sky Sports.
„Leikmennirnir fá gríðarlega há laun fyrir sína vinnu og þeir standa sig ekki nógu vel," sagði Rooney.