Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal staðfesti í dag að veikindi hefðu komið upp í herbúðum liðsins í vikunni og hefðu sett strik í reikinginn í undirbúningi fyrir leikinn gegn Leicester í úrvalsdeildinni á morgun.
Liðin mætast á King Power leikvanginum í hádegisleik morgundagsins en hann hefst klukkan 11.30.
Pablo Mari gat ekki spilað með liðinu gegn Leeds í deildabikarnum á þriðjudaginn vegna veikinda og varnarmaðurinn Ben White þurfti að fara af velli í leiknum af sömu ástsæðu.
„Nokkrir í hópnum hafa ekki getað æft og svo urðu nokkrir fyrir smá hnjaski í leiknum við Leeds," sagði Arteta í dag.
Arsenal hefur ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni eftir að hafa verið án stiga eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar.