Þegar Tottenham Hotspur og Manchester United mætast í ensku úrvalsdeildinni er næsta óumflýjanlegt að rifja upp magnaðan 5:3 endurkomusigur United snemma á tímabilinu 2001/2002.
Það gerir Andy Townsend, fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, í myndskeiðinu hér að ofan.
Tottenham var 0:3 yfir á heimavelli í hálfleik en Man. United skoraði fimm mörk í síðari hálfleik og tryggði sér sigur.
Townsend rifjar upp fleiri viðureignir milli liðanna og má sjá upprifjun hans í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tottenham og Man. United mætast í stórslag helgarinnar klukkan 16.30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun hálftíma fyrr.