„Manchester United hefur alltaf svaraði kallinu þegar pressan er mest á Ole Gunnar Solskjær,“ sagði Andy Townsend, einn af sérfræðingum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
United heimsækir Tottenham í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar síðar í dag en United er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og hefur tapað þremur þeirra.
Þá fékk liðið skell um síðustu helgi gegn Liverpool og tapaði 0:5-gegn Liverpool á Old Trafford og er mikil pressa á Solskjær að snúa genginu við.
„Solskjær veit það best sjálfur að þegar að þú ert stjóri Manchester United þá máttu ekki tapa of mörgum leikjum,“ sagði Townsend.
„Hann hefur fengið inn mjög öfluga leikmenn og liðið ætti með réttu að vera berjast á toppi deildarinnar,“ bætti Townsend við.