Jóhann Berg Guðmundsson og samherjar hans í Burnley fögnuðu loks sínum fyrsta sigri á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann nýliða Brentford á heimavelli, 3:1, í dag.
Jóhann Berg lék allan leikinn með Burnley og fékk úrvalsfæri til að skora annað mark liðsins en fór illa með dauða færi.
Færið hjá Jóhanni og öll mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.