Bakvörðurinn Reece James átti afar góðan dag er Chelsea vann 3:0-útisigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði James tvö mörk með þrumufleygum í seinni hálfleik, áður en Jorginho gulltryggði 3:0-sigur með marki úr víti.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.