Englandsmeistarar Manchester City áttu erfiðan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta því liðið tapaði afar óvænt á heimavelli gegn Crystal Palace, 0:2.
Wilfried Zaha kom Palace yfir strax á 6. mínútu og vont varð verra fyrir City í uppbótartíma í fyrri hálfleik er Aymeric Laporte sá rautt spjald. Connor Gallagher gulltryggði svo sigur Crystal Palace undir lokin.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann sport.