Cristiano Ronaldo var í stuði er Manchester United vann sannfærandi 3:0-útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Ronaldo skoraði fyrsta markið með glæsilegu skoti og lagði upp annað markið á Edinson Cavani.
Tilþrifin hjá Ronaldo ásamt öðrum svipmyndum úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.