Newcastle tekur á móti Chelsea í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á St. James' Park í Newcastle klukkan 14.00 og leikurinn er sýndur beint hér á mbl.is.
Útsendingin hefst kl. 13.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leiks klukkan 14.00.
Chelsea er á toppi deildarinnar eftir níu umferðir með 22 stig en Newcastle er í nítjánda og næstneðsta sætinu með 4 stig og hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu.