Jordan Henderson og Sadio Mané komu Liverpool í 2:0 áður en Enock Mwepu og Leandro Trossard sáu til þess að Brighton færi með stig í farteskinu frá Anfield þegar liðin gerðu 2:2 jafntefli í stórskemmtilegum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.
Mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri hjá báðum liðum þar sem þrjú mörk, tvö hjá Liverpool og eitt hjá Brighton, voru dæmd af og fengu þau bæði mjög góð færi að auki.
Öll mörkin og helstu færin úr opnum og spennandi leik má sjá í spilaranum hér að ofan.