Gabriel og Emile Smith Rowe skoruðu mörk Arsenal í góðum 2:0 útisigri gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í hádeginu í dag en Aaron Ramsdale markvörður liðsins stal þó senunni.
Mörk Arsenal komu á fimmtu og 18. mínútu en í kjölfarið fengu heimamenn í Leicester nokkur góð færi.
Undir lok fyrri hálfleiks virtist James Maddison vera að minnka muninn en Ramsdale varði hnitmiðað skot hans úr aukaspyrnu frábærlega upp í þverslána og varði líka laglega frá Jonny Evans þegar hann fylgdi á eftir af stuttu færi.
Mörkin, vörslurnar frábæru og helstu færin í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.