Gylfi segir Liverpool þurfa miðjumann

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Á meðal þess sem þeir ræddu um var Liverpool en liðið missti niður tveggja marka forskot á heimavelli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Gylfi segir Liverpool þurfa miðjumann og nefndi t.d. Youri Tielemans, leikmann Leicester.

Umræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert