Tómas Þór Þórðarson fékk þá Gylfa Einarsson og Bjarna Þór Viðarsson í heimsókn í Vellinum á Símanum sport í kvöld.
Á meðal þess sem þeir ræddu var Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, sem hefur leikið afar vel síðan hann kom til félagsins frá Sheffield United. Ramsdale átti stórleik gegn Leicester í gær og var stærsta ástæða þess að Arsenal fagnaði sigri.
Gylfi er sérstaklega ánægður með hugarfarið hjá Ramsdale og ber það saman við hugarfar leikmanna Arsenal á árum áður.
Umræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.